Besta vinkona mín er obsessed (með þráhyggju) af því að litgreina fólk, hún liggur andvaka sumar nætur því hún verður að vita hvaða árstíð einhver manneskja er. Hún nagar á sér neglurnar og biltir sér, hvaða árstíð er Dua Lipa hugsar hún með sér, ætli hún sé ekki haust? Litgreining getur orðið þráleit árátta og valdið töluverðri vanlíðan. Það er erfitt að vera hún. Hún getur varla horft á fólk í rangri litapallettu og svo er ekkert sérlega auðvelt að koma því áleiðis til fólks að það sé í litum sem klæði það illa. Sér í lagi því hún er alls ekki átakasækin (er það orð? - er að reyna að þýða confrontational, endilega kommentið). Hún er vissulega heppin að vera vinkona mín því ég veit hvaða árstíð ég er. Ég er vetur, ég hef einhvernveginn alltaf vitað það frá því ég var barn. Svartur og skærir sterkir litir fara mér best, og almennt kaldir tónar. Ég er silfurtýpa. Ég myndi segja að það væri kannski ágætt að vita hvaða árstíð maður er til þess að fötin þín tóni við þig sjálfa/nn og dragi það besta fram. Góðu fréttirnar eru að það er frekar auðvelt að finna þetta út, reikningurinn er augnlitur, undirtónn húðlitar og háralitur. Ég mæli með þessum link ef þú ert fully invested. Sidenote: Hér er einungis um viðmið að ræða og upplýsingar sem gott er að hafa á bakvið eyrað án þess að taka sem einum heilögum sannleik. Ef þú lærir inná hvað eru þínir litir þá er það smá eins og að setja cumin í mat, ekki aðalatriðið en skapar aukna dýpt og virkni.
Föt, pæli mikið í fötum, elska föt og skó og hvernig ég para saman föt og hvernig aðrir para saman föt. Held að það sem ég elski mest er að sjá fólk klæða sig eins og ég myndi aldrei gera. Möguleikarnir eru ekki endalausir og það er það sem ég kann að meta við þennan miðil, ramminn er alltaf að bara að klæða sig. Fólk er með líkama og fer í föt yfir hann.
Eitt sem ég gleymi stundum, og þarf að reglulega að minna mig á, þegar ég er að spá og spekúlera í fötum og því að klæða mig yfirhöfuð. “Á ég að vera í þessu, nú eða þessu? Er þetta of mikið, er ég of fín í þessum kjól, er þetta forced, eða of chillað? Svarið er: Öllum er sama.
Mig dreymdi aldrei neitt fyrr en ég varð svona 10 ára. Ég vissi ekki hvað það var að dreyma, skildi ekki einu sinni conceptið en svo allt í einu kom það. Kannski þrisvar sinnum á ári fyrst en svo alltaf meira og meira. Núna finnst mér það svona ágætisviðmið að ef mig dreymir ekki svaf ég vel, og ef mig dreymir svaf ég illa. Eitt atriði með drauma er að ég reyni langoftast að rýna aðeins í þá. Mér finnst eins og draumar séu snefill guðlegri vitjun. Það er eitthvað svo ótrúlegt við það að dreyma. Ég veit að það er auðvitað úrvinnsla gagna, og stundum dreymir mann einhverja algjöra steypu frá a-ö, en þó svo það sé ekki nema brotabrot, þá er eitthvað að gerast í draumum. Ég held að oft séum við að fá svör eða lykla annarsstaðar frá. Eins og í nótt, ég man ekki hvað mig dreymdi nákvæmlega en ég vaknaði með þetta lag fast á heilanum og það er búið að spilast inní hausnum á mér í allan dag, ég mundi ekki nafnið, mundi ekki titilinn, ekki textann. Eitthvað (draumatengt) leiddi mig að þessu lagi og vidjói, og þetta er absalút geðveikt. All I’m saying. Í dag þurfti ég þetta lag og ég fékk það. Takk fyrir mig!
Það er eitt sem ég tek eftir í vinnunni minni (á leikskóla) og gjörsamlega dýrka er að stelpurnar (sorry dudes) eru oft klæddar á bara þriðjudegi (langversti dagur vikunnar - I’m sorry, I don’t make the rules) í sparikjólana sína og glimmersokkabuxur. Það er í alvörunni talað fullkomið. Þeim er alveg sama. Þær vakna og hugsa hvað er það flottasta sem ég á? Afhverju tapast þetta? Væri svo til í að sjá meira af fullorðnu fólki svona ALVÖRUNNI klætt. Eða bara almennt klætt eins og það sé að fara eitthvað. Maður rétt svo sér flís af þessu á djamminu, en samt varla. Ég bara dái hugmyndina um það að einhver hafi hugsað aðeins í smá stund og dressað sig upp, með öðrum orðum lagt metnað í verkið. Herre Gud, það er best.
Meðmæli mánaðarins:
Whering - App til þess að búa til outfit úr sínum eigin fataskáp. Mega sniðugt ef maður þarf eitthvað að skipuleggja sig, Maður sem sagt tekur myndir af fötunum sínum eða finnur myndir af þeim á netinu (auðvelt ef þú ert mikið að kaupa föt á netinu). Svo getur maður sett saman outfits, annaðhvort með því að leyfa appinu að ráða á shuffle mode eða þú færir saman á glærur það sem þú fílar saman. Þetta er bara basically clueless tölvu-fataskáps-mómentið-í-myndinni app. Draumur í dós.
Ikeakleinur - Veit ekki hvort þetta sé ömurlegt recommendation sem allir vita nú þegar af, en ef þú hefur ekki smakkað kleinurnar í Ikea bakaríinu niðri þá eru þær eins og himnaríki í kleinuformi. Mæli extra mikið með að fara um helgi því þá eru þau að steikja búa til og steikja á milljón og þær eru seldar heitar. Kröstí utaná og vel mjúkar inní.
Takk fyrir að lesa ef þú kláraðir póstinn, vonandi fannst þér þetta skemmtilegt. Og kannski áhugavert. Ef þið eruð með einhver komment, einhverjar pælingar, eitthvað sem þið væruð til í að sjá, endilega hendið á mig línu. Ég er til í allt, vil endilega að þetta sé ekki bara einhliða yapping af minni hálfu.
Þangað til næst.
xo
Magga
Ég elska allt svona 16personalities, what condiment am i, hvaða litaseason er ég etc etc etc..... Er til síða sem ég get bara hakað við augnlit, húðlit... og fengið bara svar? Skoðaði linkinn en svo mikið commitment...